SUMARFRÍ

Núna er ég búin að vera í sumarfríi í eina viku og búin að ná að gera helling. Skiptinemarnir í skólanum voru fyrst á fullu að halda kveðjupartý, ég ákvað að kíkja í eitt, þar voru allir hressir og nokkrir ákváðu að prófa sviðið sem var búið að setja upp rétt hjá skólanum fyrir Alnarp-daginn.

Á sunnudaginn var svo Alnarp-dagurinn, mikið af fólki samankomið, þar á meðal Victoria krónprinsessa.

Alnarps-dagurinn

Victoria

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á mánudaginn fór ég svo í heimsókn til Margrétar í Gautaborg, það var mjög fínt gott veður, góður matur og falleg borg. Við náðum að versla, fara í siglingu, Tívolí (Liseberg), Bíó og margt fleira. Ég kom svo aftur heim til Lomma á miðvikudagskvöldið. Smile
gautaborg

liseberg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ

Takk fyrir síðast. Æðislegt að þú gast komið áður en ég flyt heim. Ég skemmti mér svo ofsalega vel. Förum svo bara í tækin í Liseberg næst þegar við komum til Gautaborgar - erum búnar að stúdera þau svo vel núna Já og svo eigum við eftir að vinna einsog eitt Toblerone

Hafðu það gott í sólinni og í fríinu þínu skvís.

Bestu kveðjur,  Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband