Sumar!!!

Jæja bara fyrsta árið alveg að verða búið, þetta er ekki lengi að líða og ég sem er svo ekkert búin að ákveða hvað ég er að fara að gera í sumar. Ég verð allavega í fríi, svo ef ég get fundið eitthvað efni ætla ég að reyna að byrja á lokaritgerðinni í ágúst (ef þú ert með tillögu endilega láttu mig vita). Núna er ég bara að gera verkefni og skrifa ritgerðir og hafa það gott að búa í landi þar sem stundum er gott veður, var t.d. á ströndinni í dag í 20°C, mjög fínt. Á svona dögum hefur maður engan áhuga á að koma aftur til Íslands. Ég óska svo öllum til hamingju sem eru að útskrifast þessa dagana, sérstaklega Eyjólfi, Tinnu og Hörpu, en þau eru öll að útskrifast stúdent um helgina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband