Færsluflokkur: Bloggar

1/8 búinn

Hjá mér hafa núna verið mikð af heimsóknum, Berglind og Mamma voru hér í rúmma viku og Sigga kom í tvær nætur. Annars er það að frétta að ég er búin með fyrsta kúrsinn, þá búin með 1/8 af masternáminu, veiii. Núna er ég byrjuð í nýjum kúrs sem heitir Hälsofrämjande miljör - vård, skola, omsorg og ég held að hann sé bara fínn.

Berlín

Um daginn var ég í skólaferðalagi í Berlín. Það var mjög stíf dagskrá og mikið skoðað eins og Berlínarmúrinn og margt fleira, semsagt bara mjög fínnt og fróðlegt. Ég var svo rosalega heppin að eiga afmæli í ferðini og var sungið fyrir mig á íslensku, sænsku og frönsku.



Föstudagur

Það er komin föstudagur og þessa helgi hef ég ekkert planað, síðustu helgi var ég með heimsókn frá Íslandi og Köben. Næstu helgi er svo skólaferðalag til Berlinar. Ég er nú samt að spá í að reyna að byrja að læra þessa helgi, ég er að fara að gera verkefni þar sem ég á að reyna að bæta hjólabraut frá Alnarp og niður í Malmö, það verður eitthvað nýtt (ekki alveg verkefni sem ég er vön frá Íslandi). En núna er ég farin að njóta að það sé föstudagur og ég búin í skólanum svona snemma.


Flutt til Lomma

Núna er ég búin að búa hérna í Lomma í rúmmlega mánuð og kann ágætlega við mig. Búin að koma mér vel fyrir í nýju íbúðinni. 

   

hérna eru myndir af húsinu sem ég bý í. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband