Gleðilegt nýtt ár allir saman.
Núna er ég bara flutt aftur heim til Íslands, Svíþjóðar-dvölin bara búin.
Ég er búin að koma búslóðinni minni fyrir inni í bílskúr hjá mömmu og pabba, en þar er ég líka búin að koma upp aðstoðu til að klára lokaverkefnið, sem að vonandi klárast einhvern tíma.
Kveðjur úr bílskúrnum
Bloggar | 11.1.2008 | 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núna er ég byrjuð á fullu í lokaritgerðinni, var að koma úr 2 vikna ferð frá Íslandi, þar sem ég var að ná í heimildir og taka viðtöl fyrir ritgerðina.
Núna fer að styttast í að ég fara að flytja frá Lomma, sem verður um miðjan desember, svolítið skrítið að námið sé bráðum að fara að taka enda.
Kveðja frá Lomma
Bloggar | 21.10.2007 | 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, ætlaði bara að láta vita að ég er ennþá á lífi því núna er sumarfríið löngu búið og skólinn byrjaður.
Ég er búin að vera í góðu fríi og ferðast um Svíþjóð og fá fullt af gestum í heimsókn og svo skaust ég auðvitað líka í smá sumarfrí til Íslands.
Núna er ég búin að vera á fullu að byrja á lokaritgerðinni sem ég á að skila í febrúar. Ég er einnig búin að vera að reyna að ákveða hvernig framhaldið verður, en núna er ég að stefna á að flytja heim í kringum jólin, samt er ekkert komið ennþá á hreint. Læt þetta duga í bili.
Kveðja frá Lomma
Bloggar | 22.9.2007 | 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Núna er ég búin að vera í sumarfríi í eina viku og búin að ná að gera helling. Skiptinemarnir í skólanum voru fyrst á fullu að halda kveðjupartý, ég ákvað að kíkja í eitt, þar voru allir hressir og nokkrir ákváðu að prófa sviðið sem var búið að setja upp rétt hjá skólanum fyrir Alnarp-daginn.
Á sunnudaginn var svo Alnarp-dagurinn, mikið af fólki samankomið, þar á meðal Victoria krónprinsessa.
Á mánudaginn fór ég svo í heimsókn til Margrétar í Gautaborg, það var mjög fínt gott veður, góður matur og falleg borg. Við náðum að versla, fara í siglingu, Tívolí (Liseberg), Bíó og margt fleira. Ég kom svo aftur heim til Lomma á miðvikudagskvöldið.
Bloggar | 8.6.2007 | 10:11 (breytt kl. 10:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 25.5.2007 | 17:48 (breytt 27.5.2007 kl. 19:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 25.3.2007 | 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núna er maður bara komin til baka, langþráða jólafríið bara búið. Það sem er helst í fréttum er að þegar ég kom heim á sunnudagskvöldið bar búið að brjótast inn í íbúðina hjá mér. Það var búið að þvinga upp gluggan og kýkja inn í skápa og skúffur, ég fékk með þessu staðfestingu á því sem mig hefur grunað lengi "ég á enga merkilega hluti" því ég hef ekki ennþá séð að nokkuð hafi verið tekið.
Í dag var ég að klára annan kúrsinn minn .
Bloggar | 11.1.2007 | 22:03 (breytt 12.1.2007 kl. 21:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núna er ég loksins komin í jólafrí, allir íslendingar stungnir af til Íslands og ég ein eftir. En á morgun kem ég heim í jólastressið.
Bloggar | 19.12.2006 | 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Skólarnir mínir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |